Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Eldur í þaki Kaffibrennslunnar

22.10.2016 - 19:39
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Slökkviliðið á Akureyri var kallað að Kaffibrennslunni við Tryggvagötu á Akureyri nú á áttunda tímanum. Í það minnsta þrír slökkviliðsbílar eru við húsið nú og eru reykkafarar að brjótast inn um þakið. Eldurinn virðist staðbundinn við þakið og hefur hvergi komist niður í rými hússins.

Uppfært kl. 20.00.

Búið er að slökkva eldinn. Slökkviliðsmenn segja líklegt að framkvæmdir við þakið sé ástæða þess að eldurinn kviknaði.

Hjálmar Friðriksson
Fréttastofa RÚV