Slökkviliðið á Akureyri var kallað að Kaffibrennslunni við Tryggvagötu á Akureyri nú á áttunda tímanum. Í það minnsta þrír slökkviliðsbílar eru við húsið nú og eru reykkafarar að brjótast inn um þakið. Eldurinn virðist staðbundinn við þakið og hefur hvergi komist niður í rými hússins.