Eldur í lyftu í fjölbýlishúsi í Árbæ

23.04.2019 - 16:33
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Jón Þór Víglundsson - RÚV
Eldur kviknaði í lyftu í fjölbýlishúsi í Vallarási í Árbæ rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang. Búið er að ráða niðurlögum eldsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eldinn rétt fyrir klukkan fjögur. Slökkvistarfi var lokið um tuttugu mínútum síðar. 

Eldurinn logaði í stjórnbúnaði lyftunnar. Mikill reykur var í lyftuhúsinu. Lyftan var mannlaus þegar eldurinn kviknaði. Engum varð meint af. Eldurinn hefur verið slökktur en slökkvistarfi er ólokið. Verið er að reykræsta húsið og ganga frá. Ekkert er vitað um eldsupptök að svo stöddu.

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi