Eldur í bíl við Smiðjuveg

Mynd með færslu
 Mynd: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir - RÚV
Eldur kom upp í bíl við verkstæði á Smiðjuvegi í Kópavogi um klukkan 21 í kvöld. Bíllinn stóð við verkstæðið og var eldurinn lítillega farinn að teygja sig í húsið, að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Slökkvilið var kallað á vettvang og er búið að slökkva eldinn. Einn starfsmaður var á svæðinu og náði hann að halda eldinum í skefjum þar til slökkvilið kom á vettvang.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi