Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Eldsupptök enn ókunn á Flúðum

15.08.2018 - 14:59
Eldur í pökkunarhúsi á Flúðum.
 Mynd: Brunavarnir Árnessýslu
Eldur kom upp í gærkvöldi í pökkunarhúsi garðyrkjustöðvarinnar Reykjaflatar. Húsið, sem er 200 fermetrara að stærð, er mikið skemmt en ekki er ljóst á þessari stundu hvort það sé ónýtt.

Engin starfsemi var í húsinu að sögn Pétur Pétursson slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu. Vegna hagstæðrar vindáttar var lítil hætta á að eldurinn breyddist út.

Eldur í pökkunarhúsi á Flúðum.
Frá slökkvistörfum í gær.

Slökkvilið náði tökum á eldinum um tuttugu mínútum eftir að það bar að garði en tilkynningin barst því um níuleytið. Búið var að slökkva glæður um hálf eitt í nótt.

Alls tóku um þrjátíu slökkvliðsmenn Brunavarna Árnessýslu þátt í slökkvistarfinu frá starfstöðvum á Flúðum, Reykholti, Laugarvatni og Selfossi.

Að sögn Péturs eru eldsupptök enn ókunn en ekki náðist í Lögregluna á Suðurlandi við vinnslu fréttarinnar sem fer með rannsókn málsins.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV