Grafarþögn er við eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Eldgosinu virðist því vera lokið í bili. Um ellefu leytið í gærmorgun var óveruleg kvikuvirkni í eldstöðvunum en klukkan sex í gærkvöld var henni lokið, segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur. Fólk frá Jarðvísindastofnun er á leið að gosstöðvunum.