Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Eldfjalli vel tekið í Cannes

14.05.2011 - 20:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslensku kvikmyndinni Eldfjall var vel tekið á frumsýningu hennar á kvikmyndahátíðinni í Cannes og leikstjóri hennar, Rúnar Rúnarsson, fékk hlýjar móttökur þegar hann mætti á blaðamannafund að sýningu lokinni.

Blaðamaður danska blaðsins Politiken lýsir því svo að hann hafi hitt taugaveiklaðan leikstjórann reykjandi fyrir utan Hotel Marriott skömmu fyrir forsýningu myndarinnar sem haldin var fyrir blaðamenn. Þá hafi Rúnar sagt sér að hann ætlaði ekki að vera viðstaddur þá sýningu heldur bregða sér út og fá sér að borða. Skömmu eftir sýningu hafi Rúnar hins vegar setið rjóður við borð á blaðamannafundi eftir að hafa verið fagnað með löngu lófaklappi í upphafi fundar.


Myndin virðist líka hafa fallið vel í kramið hjá áhorfendum á frumsýningunni.