Ekki tókst að staðsetja bifreiðina í Ölfusá

16.03.2019 - 19:37
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
Ekki tókst að staðsetja bíl Páls Mars Guðjónssonar í Ölfusá í dag þegar Björgunarfélag Árborgar í samvinnu við Sérsveit ríkislögreglustjóra og kafara Landhelgisgæslunnar skönnuðu botn árinnar með fjölgeislamælingu. Bíllinn hafnaði í ánni í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Aðgerðirnar hófust klukkan tíu í morgun og stóðu yfir fram eftir degi en vel viðraði til leitar. Við fyrstu greiningu á gögnum úr mælingunni fundust vísbendingar um hluti í ánni sem tilefni þótti til að skoða betur. Unnt reyndist að útiloka einhver þeirra með málmleitartæki og Gopro myndavélum. Önnur atriði gefa tilefni til frekari skoðunar þar sem straumþungi, dýpt og grugg í ánni kom í veg fyrir að unnt væri að sannreyna hvað þar væri að finna. Lögreglan væntir þess að úrvinnsla gagna taki alla næstu vku. 

 

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi