Fannfergi undanfarna daga á Suðurlandi gæti haft þær afleiðingar að heyforði fyrir hross verði í knappasta lagi. „Það er ljóst að margir fengu í ár minni hey en áður. Þessi snjór undanfarið gæti lengt gjafatíma fyrir hross um að minnsta kosti mánuð“, segir Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands.