Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Ekki meirihluti fyrir hækkun vsk

28.11.2012 - 18:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Meirihluti þingmanna styður ekki framkomnar hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að hækka virðisaukaskatt á gistiþjónustu á fyrri hluta næsta árs.

Þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins styðja ekki hækkunina og þingmenn Bjartrar framtíðar og Hreyfingarinnar, auk Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar, telja fyrirvarann of skamman. Til stendur að hækkunin taki gildi í byrjun maí. Þar með eru 32 þingmenn, meirihluti þingmanna andvígir tillögu ríkisstjórnarinnar.