Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ekki ljóst hvað veldur brennisteinslykt

22.11.2018 - 11:19
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ekki er ljóst hvað veldur mikilli brennisteinslykt við Sólheimajökul og Jökulsá á Sólheimasandi. Í stillu, eins og gerir nú, getur gas þó safnast fyrir í lægðum og magnað upp lyktina. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að engar markverðar breytingar hafi orðið á vatna-, jarðskjálfta- eða gasmælum á þessu svæði en Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að starfsmenn Veðurstofunnar hyggist þó halda á vettvang á næstu dögum til að gera frekari mælingar.

Ekki er talin hætta á ferð en fólki er þó ráðlagt að halda sig frá lægðum í landslagi og vera ekki nálægt Jökulsá á Sólheimasandi. Veðurstofunni hafa borist nokkrar tilkynningar um lyktina en Böðvar segir að ekki sé vitað til þess að fólk hafi fundið fyrir óþægindum í augum eða hálsi.

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður