Ekki karlremba að gefa sköpum ferskjulykt

25.11.2014 - 01:03
Mynd með færslu
 Mynd:
Forsvarsmenn fyrirtækisins Sweet Peach, sem ætlar að markaðssetja fæðubótarefni sem lætur kvenssköp lykta eins og ferskjur, vísa ásökunum um karlrembu á bug og segja misskilnings gæta í umfjöllun fjölmiðla um vöruna.

Fréttir af þessari nýjung vöktu hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum fyrir helgi.Í nýrri yfirlýsingu fyrirtækisins segir að ferskjulyktin sé ekki markmið í sjálfu sér heldur merki þess að varan virki og hafi komið jafnvægi á náttúrulega flóru legganganna. Konum standi aðrar lyktartegundir til boða; t.d. angan af rósum eða kóka-kóla. Þá segir að nafn fyrirtækisins, Sweet Peach, vísi ekki endilega til lyktar heldur sé ferskjan alþekkt tákn fyrir kynfæri kvenna.