Ekki íhlutunarvald yfir kirkjunni

06.11.2012 - 18:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að íslenska ríkið hafi ekki íhlutunarvald til að bregðast við vanrækslu biskupa kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Ríkið komi ekki að greiðslu bóta, heldur kaþólska kirkjan.

Í skýrslu rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi kemur fram að allir fjórir biskupar kaþólsku kirkjunnar frá árinu 1968 til dagsins í dag, vanræktu skyldur sínar, þegar leitað var til þeirra vegna kynferðislegs og andlegs ofbeldis sem fyrrverandi skólastjóri og kennari Landakotsskóla eru sökuð um að hafa beitt nemendur sína.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra segir að innanríkisráðuneytið hafi ekki íhlutunarvald til að bregðast við vanrækslu biskupa kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Í gær var skipað fagráð kaþólsku kirkjunnar sem meðal annars er ætlað að meta bótarétt þeirra sem telja sig hafa verið beitta ofbeldi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur að komi til bótagreiðslna þá verði það hlutverk kaþólsku kirkjunnar að greiða þær.

„Ég hygg að við séum fyrst og fremst að horfa til kaþólsku kirkjunnar sjálfrar og einstakra trúfélaga sem eru að taka á þessum málum, eins og íslenska þjóðkirkjan hefur gert einnig. Þannig að svo virðist, sem betur fer, að þessi mál séu að komast í miklu skaplegri farveg en áður var.“

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi