Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Ekki fuglaflensa sem olli fugladauða

05.08.2014 - 11:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Ástæða mikils fugladauða á Snæfellsnesi í vor er enn óþekkt. Ljóst er að hvorki fuglaflensa né bakteríusýking olli dauða fuglanna.

Rúmlega hundrað fuglar fundust dauðir á Snæfellsnesi í maí og júní á þessu ári. Um sjötíu dauðar ritur fundust á litlu svæði og yfir 50 dauðir æðafuglar fundust í nágrenninu. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi tilkynnti fugladauðann til Matvælastofnunar. 

Fjögur æðarfuglahræ voru send til Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði að Keldum og rannsökuð með tilliti til fuglaflensu. Tekin voru sýni úr fuglunum og þau send til greiningar erlendis. Ekki greindust fuglaflensuveirur í sýnunum og fuglaflensa því ekki talin hafa valdið dauða fuglanna. Við krufningu á hræunum fundust ummerki um blóðsýkingu en krufningin gaf til kynna að ekki væri um veirusýkingu, eða svokallaðan bótúlisma, að ræða. Orsök þessa fugladauða er því enn óþekkt, en Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi rannsakar málið í samstarfi við sérfræðinga í Bandaríkjunum.