Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Ekki frítt lengur að versla við Amazon

Mynd með færslu
 Mynd:

Ekki frítt lengur að versla við Amazon

04.04.2014 - 13:16
Póstverslunin Amazon hefur ákveðið að hætta að senda íslenskum viðskiptavinum sínum vörur frítt.

Á undanförnum árum hafa Íslendingar fengið vörur sem þeir kaupa sendar heim til sín án þess að þurfa að greiða sendingrkostnað, sé keypt fyrir meira en 25 pund, sem eru andvirði tæplega 5.000 króna. Í pósti sem verslunin hefur sent íslenskum viðskiptavinum sínum að undanförnu kemur fram að frá og með gærdeginum geti viðskiptavinir valið á milli tveggja gjaldflokka; venjulegra sendinga og hraðsendinga.