Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Ekki fleiri helíumblöðrur á 17. júní?

16.07.2013 - 15:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Helíumskortur er á landinu og raunar í öllum heiminum. Á Íslandi eru helíumbirgðir á þrotum. Fyrirtækið ÍSAGA er eini innflytjandi helíums á Íslandi og birðgir þess eru uppurnar.

Þá fékk fyrirtækið ekki gámasendingu sem pöntuð var fyrir sautjánda júní, og var neitað á þeim forsendum að skammta þyrfti birgðirnar. Fyrirtækið á þó von á lítilli sendingu á næstunni, sem að öllum líkindum verður ráðstafað til vísindamanna.

Sala á helíum er stór tekjuliður fyrirtækisins, enda helíumblöðrur beintengdar þjóðhátíðarhöldum Íslendinga, auk þess sem efnið er notað sem kæliefni í rannsóknir, segulómmyndatökur og ýmsa greiningar- eða framleiðsluferla. Helíum er einnig notað við skurð og lasertækni, við rafsuðu og í loftbelgi og köfunarkúta.

Helíum er náttúruleg gastegund og annað léttasta frumefnið. Þyngd þess er einn sjöundi af þyngd andrúmslofts, sem er ástæða þess að gasblöðrur svífa til himins. Helíum er kaldasti þekkti vökvinn, eða -269°C, leysist illa í vatni og brennur hvorki né springur.

Mjög erfitt er að nálgast helíum. Uppsprettur eru sjaldgæfar og finnast á einstökum svæðum í Bandaríkjunum, Kanada, Póllandi, Rússlandi og Afríku.