Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Ekki endilega stórt högg

24.11.2014 - 18:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Seðlabankastjóri segir að það sé engin leið að leggja talnalegt mat á áhrif álits EFTA dómstólsins um að ekki hafi verið heimilt að miðað við 0 prósent verðbólgu í útreikningi á greiðsluáætlun. Ekkert segi endilega að þetta þurfi að vera svo stórt högg.

Málið snýst um verðtryggt neytendalán upp á 630 þúsund krónur sem Sævar Jón Gunnarsson tók árið 2008 hjá Landsbankanum. Hann höfðaði mál  um að verðtryggingin stríddi gegn evróputilskipun sem Ísland hefur innleitt. Dómstóllinn hefur þegar  gefið álit sitt í öðru svipuðu máli um að verðtryggingin gangi ekki í berhögg við tilskipun ESB. Í máli Sævars stóð eftir hvort bankanum væri heimilt að reikna með 0 prósent verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði. Þessari spurningu  var beint til EFTA dómstólsins og svar við henni birtist í dómnum sem gefinn var út í morgun. Meginniðurstaðan er  að Landsbanknum hafi ekki verið heimilt að miða við 0 prósent verðbólgu þegar lántökukostnaður var reiknaður út. Ekki megi setja inn 0 prósent verðbólgu ef verðbólgan er annað hvort hærri eða lægri. Þetta  samrýmist ekki tilskipun 87/102/EBE. EFTA dómstólinn segir að það sé svo landsdómstólsins ( Héraðsdóms og Hæstaréttar) að meta, að teknu tilliti til allar atvika málsins, hvaða áhrif röng upplýsingagöf af þessu tagi hefur, og hvaða úrræðum er hægt að beita af því tilefni.

Niðurstaða í þessu dómsmáli verður því ekki ljós fyrr en íslenskir dómstólar hafa kveðið upp dóm. Björn Orri Viktorsson lögmaður  Sævars Jóns er þegar byrjaður að fagna sigri.

" Þetta er að mínu mati fullnaðarsigur Sævars Jóns"

 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra bendir á að þó dómstóllinn komist að því að að ekki gangi að miðað við 0 prósent verðbólgu í greiðsluáætlunni segi dómsstóllinn líka að það verði á endunum að vera mat íslenskra dómstóla hvaða áhrif það hafi að slíkt hafi verið gert.

" Af þessari ástæðu tel ég að menn verði enn að bíða og sjá hver niðurstaðan verður hjá íslenskum dómstólum."

Athugull og forsjáll

 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að niðurstaða dómsstólsins hafi ekkert sérstaklega komið á óvart og enn eigi eftir að koma margt í ljóst áður en endanlega niðurstaða fæst í málið. En gæti verið' vá fyrir dyrum hjá fjármálafyrirtækjum ef 0 prósent viðmiðið verður dæmt ólöglegt

."Skoðun á þessau núna bendir til þess að það sé ekki hægt að svara þessu. Og frekar líklegt heldur en hitt að að þetta þurfi ekki að vera það stórt."

Már bendir á að það sé ekki verið að dæma verðtrygginguna ólögmæta heldur tiltekna framkvæmd. Ekki sé ljóst hvað gerist og ekki heldur hvort niðurstaða dómsins nái til fasteignalána. Hann segir líka að í dómnum sé bent á að þegar lagt verði mat á  áhrif þessarar röngu  upplýsingagjafar þá verði að hafa hliðsjón að því hvoert viðkomandi neytanda geti talist almennur neytandi. Að neytandin sé ágætlega upplýstur, athugull og forsjáll.

" Þannig að það er spurning hvort að sá sem hafði til dæmis tekið verðtryggt lán áður geti haldið því fram að hann hafi ekki vitað um verðbólguþáttinn vegna þess að hann fékk ekki réttar upplýsingar. Þessu á bara eftir að svara og það er engin leið að leggja talnalegt mat á þetta og ekkert sem segir endilega að þetta þurfi að vera svo stórt högg."