Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ekki einu Íslendingarnir í Kampot

Mynd:  / 

Ekki einu Íslendingarnir í Kampot

12.01.2018 - 11:16

Höfundar

Í þessum 6.þætti seríunnar um Árnýju og Daða í Kambódíu fræðir Árný okkur um Kampot og lífið og menninguna þar. Árný og Daði komust að því að þau væru ekki einu Íslendingarnir á staðnum þegar þau kynntust Helen Maríu Kjartansdóttur sem hefur búið í Kambódíu í tvö ár.

Þau kanna matarmenninguna og smakka framandi ávöxt sem heitir „durian“ eða þornepli á íslensku. Auk þess fáum við að skoða dýralífið, m.a. óvenjulega ketti sem finnast víða á þessum slóðum og heyra söguna á bakvið skottið á þeim.