Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Ekkert traust til stjórnvalda

05.05.2015 - 15:52
Mynd: RÚV / RÚV
Samningarnir í fyrra gáfu góða raun segir forseti ASÍ, en forsendur eru brostnar fyrir samningum á slíkum nótum nú.

Þótt vilji samtaka launafólks standi til þess að gera kjarasamninga í anda hins norræna módels eins og í byrjun árs í fyrra er grundvöllurinn fyrir því brostinn segir forseti ASÍ. Samningar minni hópa sem á eftir komu fólu í sér mun meiri launahækkanir og við það hefur bæst að skattar hafa verið lækkaðir á hátekjufólk og fyrirtæki nú síðast álfyrirtækin. Þetta hefur skapað væntingar um meiri launahækkanir nú, þýðir einfaldlega ekki að segja launafólki nú að það verði að axla ábyrgðina á framkvæmd efnahagsstefnunnar og efnahagslegum stöðugleika. Stjórnvöld hafa glatað öllu trausti launafólks. hann sér ekkert annað framundan en hörð átök.

jongk's picture
Jón Guðni Kristjánsson
Fréttastofa RÚV