Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Ekkert þokast í deilu flugvirkja

28.06.2014 - 07:22
Mynd með færslu
 Mynd:
Ekkert þokast í kjaradeilum flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Þorsteini Víglundssyni, framkvæmdastjóra SA. Í vikunni funduðu deiluaðilar í tvígang, síðast á fimmtudag.

Næsti fundur verður eftir helgi. Formaður Flugvirkjafélags Íslands hefur gagnrýnt SA fyrir ranga launaútreikninga en Þorsteinn segir í samtali við Morgunblaðið að útreikningarnir standi. Sagði hann aðferð útreikningana þá sömu og notuð er gagnvart öðrum starfstéttum og að aðferðafræðin væri óumdeild.