Ekkert sóðakvöld á Akureyri

24.01.2012 - 18:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Skemmtikvöldið Dirty Night sem halda átti í Sjallanum á Akureyri um þarnæstu helgi hefur verið slegið af.

 Jafnréttisstofa sendi ábendingu til sýslumanns vegna auglýsinga sem birst hafa á Facebook undanfarið og í kjölfarið var málið tekið upp hjá Akureyrarbæ. Í tilkynningu segir að bærinn, rekstararaðilar Sjallans og aðstandendur Dirty Night hafi komist að samkomulagi um að Sjallinn aflýsi þessum viðburði þar sem hann stríði mjög gegn jafnréttisstefnu bæjarins. Þar er meðal annars lögð áhersla á að vinna gegn stöðluðum kynjaímyndum.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi