Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Ekkert rafmagn á Púertó Ríkó

20.09.2017 - 17:49
A woman closes her property in the coastal area hours before the imminent impact of Maria, a Category 5 hurricane that threatens to hit the eastern region of the island with sustained winds of 165 miles per hour, in Naguabo, Puerto Rico, Tuesday,
Á Púertó Ríkó í gær. Mynd: AP Images
Karíbahafseyjan Púertó Ríkó eru nú öll án rafmagns af völdum fellibyljarins Maríu. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Á Púertó Ríkó búa þrjár og hálf milljónir manna. Abner Gómez, yfirmaður almannavarna á eynni, segir að María hafi eyðilagt „sem sem á vegi hennar varð" og að engir viðskiptavinir orkufyrirtækis hins opinbera hafi nú aðgang að rafmagni.

„Upplýsingarnar sem við höfum fengið eru ekki uppörvandi," sagði hann á blaðamannafundi og hvatti fólk til að halda sig heima. Fyrr í dag hvatti ríkisstjóri Púertó Ríkó Donald Trump Bandaríkjaforseta til að lýsa eyjuna hamfarasvæði. Hann sagði að stórkostleg eyðilegging væri óumflýjanleg og að 500 neyðarskýlum hefði verið komið upp í landinu. María hefur þegar valdið nokkrum dauðsföllum á eyjunni Dóminíku.

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV