Ekkert óvænt í úrslitakeppni NBA í nótt

Milwaukee Bucks' Giannis Antetokounmpo (34) shoots against multiple Detroit Pistons defenders during the first half of Game 1 of an NBA basketball first-round playoff series Sunday, April 14, 2019, in Milwaukee. (AP Photo/Aaron Gash)
 Mynd: AP

Ekkert óvænt í úrslitakeppni NBA í nótt

15.04.2019 - 05:52
Fjórir leikir voru háðir í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi og í nótt. Heimaliðin, sem enduðu öll ofar í deildinni en andstæðingar sínir, unnu alla leikina.

Í Austurdeildinni átti Milwaukee Bucks ekki í neinum vandræðum með Detroit Pistons og vann þá með 121 stigi gegn 86. Boston Celtics byrjar sitt einvígi gegn Indiana Pacers einnig vel með 84-74 sigri, þar sem þeir lögðu grunninn með frábærum þriðja leikhluta.

Í Vesturdeildinni hafði Portland Trail Blazers betur gegn Oklahoma City Thunder með 104 stigum gegn 99 og Houston Rockets vann stórsigur á Utah Jazz 122-90.
 

Tengdar fréttir

Körfubolti

Meistararnir byrja úrslitakeppnina vel