Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Ekkert millilandaflug eftir 8.30

22.05.2011 - 07:25
Mynd með færslu
 Mynd:
Keflavíkurflugvelli verður lokað klukkan 8.30. Þetta er ákvörðun sem London Vaac, stofnun Veðurstofu Bretlands, sem heimilar flug í eldgosi í Evrópu, tók í morgun. Almannavörnum, og Isavia, sem rekur flugvöllinn, var tilkynnt þetta, en ný öskufallsspá barst frá Veðurstofu Bretlands um klukkan 6. Ellefu flugvélar eiga að fara í loftið, og með þeim um 2 þúsund farþegar, milli 7.30 og 9, en óvíst er um brottför tveggja, sem eiga fara 8.40 og 8.50. Sennilega verður henni flýtt. Þá voru 13 vélar væntanlegar til landsins milli 15 og 21, og 4 áttu að fara síðdegis.