Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ekkert flug til og frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum

epa05189227 A general view for the Dubai International Boat Show (DIBS), Dubai, United Arab Emirates, 01 March 2016. DIBS runs from 01 to 05 March and includes sailing, watersports and fishing.  EPA/ALI HAIDER
Dúbaí Mynd: EPA
Sameinuðu arabísku furstadæmin tilkynntu í morgun að allt flug til og frá landinu myndi liggja niðri um tveggja vikna skeið hið minnsta, vegna COVID-19 faraldursins.

 

Í tilkynningu sem ríkisfréttaveita WAM birti segir að yfirvöld í landinu hafi „ákveðið að aflýsa öllum flugferðum með farþega til og frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og einnig öllu tengiflugi með millilendingu þar í tvær vikur. Er þetta hluti af þeim varúðarráðstöfunum sem gripið er til til að hamla útbreiðslu COVID-19," segir í tilkynning yfirvalda. Fram kemur að flugbannið taki gildi á miðvikudag.

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV