Ekið á mann á gangbraut

09.02.2019 - 22:50
íslenskur sjúkrabíll.
 Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir
Maður fótbrotnaði þegar ekið var á hann þar sem hann var á leið yfir gangbraut á Eyrarvegi á Selfossi í kvöld. Vísir greinir frá þessu. Slysið varð um kvöldmatarleytið og var lögregla með mikinn viðbúnað, þar sem fyrstu tilkynningar bentu til þess að slysið væri enn alvarlegra, segir í frétt Vísis. Nokkur hálka mun vera á svæðinu en að öðru leyti er lítið vitað um tildrög slyssins enn sem komið er.

Hinn slasaði var fluttur á slysadeild Landspítalans til frekari skoðunar.  Ekki náðist í lögregluna á Suðurlandi við vinnslu fréttarinnar.

Hér má lesa frétt Vísis af slysinu. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi