Fjölmörg efnasambönd og efni sem eru talin hættuleg heilsu manna og geta jafnvel valdið krabbameini er að finna í einnota bleyjum fyrir kornabörn.
Þetta kemur fram í rúmlega 200 síðna skýrslu sem kynnt var í Frakklandi í dag. Rannsóknir á 23 vörumerkjum bleyja hefur staðið í 2 ár, mörg vörumerkjanna eru þekkt og notuð um allan heim.
Stjórnvöld í Frakklandi hafa veitt bleyjuframleiðendum 2 vikur til þess að bregðast við niðurstöðunum.
Á meðal efna sem fundust í bleyjunum eru efni sem hafa verið bönnuð í ríkjum Evrópusambandsins í meira en 15 ár, sem og glýfósat sem notað er í illgresiseyðinum Roundup sem hefur verið afar umdeildur og líkur leiddar að að geti valdið krabbameini.