Af sjö sveitarfélögum á starfssvæði Einingar-Iðju stéttarfélags hefur aðeins eitt svarað fyrirspurn um hvort og hvaða breytingar séu ráðgerðar á gjaldskrám.
Dalvíkurbyggð ákvað, í framhaldi af fyrirspurninni, að endurskoða fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir, svo sporna mætti við verðbólgu og auka kaupmátt í komandi kjarasamningum. Fjallabyggð, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Grenivík, Hörgárbyggð og Svalbarðsströnd hafa ekki svarað fyrirspurninni.
Anna Júlíusdóttir varaformaður Einingar-Iðju segir beiðnina hafa verið senda í byrjun mánaðarins - ítrekun verði send til sveitarfélaganna fyrir helgi.