Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Eins og dópisti sem þarf á fixinu að halda

Mynd: Björg Magnúsdóttir / RÚV / Björg Magnúsdóttir / RÚV

Eins og dópisti sem þarf á fixinu að halda

10.11.2017 - 16:00

Höfundar

Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og aðstoðarforstjóri TIME var að senda frá sér nýja skáldsögu, Sakramentið. Bókin fjallar um franska nunnu sem kemur til Íslands að rannsaka ásakanir tengdar Landskotsskóla og Kaþólsku kirkjunni.

Söguþráðurinn byggir á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað á síðustu áratugum 20. aldar. Ólafur Jóhann segir að bókin hafi runnið vel í skrifunum, þegar hugmyndin var búin að setjast almennilega og karakterarnir nánast komnir með sjálfstætt líf. „Kveikjan er augljós, eða koma nunnunnar hingað til Íslands og það eru þeir atburðir í Landakoti sem mikið var rætt um fyrir nokkrum árum. Ég nota þá mikið í þessari bók,“ útskýrir Ólafur Jóhann.

Sjálfur ólst hann upp í Vesturbænum, gekk í Vesturbæjarskóla við Öldugötu sem er nálægt Landakoti. Þess vegna þekkir hann svæðið ágætlega sem atburðir sögunnar gerast á. „Í Landakoti var mikill agi, ég get þó ekki sagt að mér hafi staðið stuggur af svæðinu en maður vissi auðvitað ekkert af því sem kom síðar í ljós. En þarna var allt annað andrúmsloft en ég átti að venjast,“ segir hann. 

Orðinn alveg viðþolalaus
Ólafur Jóhann segir að skrifin á Sakramentinu hafi verið auðveldari en stundum áður. „Ég var eiginlega orðinn alveg viðþolslaus að byrja. Ég var búinn að gera alls konar rannsóknarvinu áður. Það er nú þannig með mínar bækur að ég byrja ekki fyrren mig er farið að klæja í fingurna. Ég bíð alltaf og verð að leyfa persónunu að lifna almennilega í hausnum á mér og öðlast sjálfstætt líf og heimta útrás. Þannig að ég er var orðinn mjög óþreyjufullur þegar ég byrjaði og svo rann hún mjög vel. Það er nú reyndar misjafnt hvernig þær vinnast hjá mér,“ útskýrir hann. 

Umbunin, sem fæst með skriftum, fæst hvergi annars staðar segir Ólafur Jóhann. „Þetta er eins og dópisti sem þarf á fixinu að halda. Ég var alveg tilbúinn í það þegar ég byrjaði á þessari.“

Ólafur Jóhann var föstudagsgestur Síðdegisútvarpið og ræddi um Skramentið, bækur, viðskiptalífið í Bandaríkjunum, skrifin, fótbolta, kjöt og piparsósu. 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Bréf séra Böðvars - Ólafur Jóhann Sigurðsson

Bókmenntir

Erfiðar minningar og leitin að hamingjunni

Bókmenntir

Vítisvist fólks sem læst er í eigin líkama

Bókmenntir

Ólafur Jóhann Ólafsson gefur út ljóðabók