Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Einnota bleyjur verða bannaðar

21.02.2019 - 08:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Stjórnvöld í Kyrrahafsríkinu Vanuatu áforma að banna einnota bleyjur og ýmsan varning úr plasti. Ralph Regenvanu, forsætisráðherra Vanuatu, greindi frá þessu á Twitter.

Hann sagði að frumvarp þessa efnis ætti eftir að leggja fyrir þingið, en gert væri ráð fyrir að bannið tæki gildi 1. desember.

Forsætisráðherrann sagði að þegar skoðað hefði verið heimilissorp í höfuðstaðnum Port Vila hefðu einnota bleyjur verið áberandi.

Ætlunin væri að banna einnig hnífapör og drykkjarílát úr plasti og ýmiss konar plastumbúðir utan um matvæli. Vanuatu varð í fyrra eitt fyrst ríkja heims til að banna einnota plastpoka. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV