
Einn handtekinn vegna brunans á Pablo Discobar
Varðstjóri hjá slökkvliðinu á höfuðborgarsvæðinu sagði við fréttastofu í nótt að vel hefði gengið að ráða niðurlögum eldsins. Segir hann þetta hafa verið þónokkurn eld sem mikinn reyk lagði af og því var allt tiltækt lið kallað út.
Nýir slökkvibílar með nýju slökkvikerfi sönnuðu sig
Þar sem eldurinn logaði á þriðju hæð í gömlu timburhúsi, sem sambyggt er öðrum byggingum, bjuggust menn við hinu versta og óttuðust að hann gæti breiðst út. Það gerðist þó ekki, enda góður eldveggur milli húsa. Þá stóðu nýir slökkvibílar með nýju slökkvikerfi fyllilega undir væntingum, að sögn varðstjórans.
Heiti kerfisins, one/seven, eða einn/sjö, vísar til þess að notast er við einn hluta vatns á móti sjö hlutum froðu. „Þetta kerfi virkar greinilega vel og hefur mikinn slökkvimátt," sagði viðmælandi fréttastofu hjá slökkviliðinu.