Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Einn dagur í frumsýningu í Cannes

Mynd: Davíð Corno / Davíð Corno

Einn dagur í frumsýningu í Cannes

12.05.2018 - 15:11

Höfundar

Mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, verður heimsfrumsýnd á á kvikmyndahátíðinni í Cannes og keppir til verðlauna. Benedikt og félagar halda dagbók dagana í kringum frumsýninguna og leyfa Íslendingum að skyggnast í hana.

Myndin segir frá kórstjóra á fimmtugsaldri sem ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands, þar til munaðarlaus stúlka stígur inn í líf hennar og hún þarf að taka ákvörðun um hvort hún bjargi einu barni eða heiminum öllum.

Kona fer í stríð er önnur kvikmynd Benedikts Erlingssonar í fullri lengd á eftir Hross í oss sem kom út árið 2013. Hún vann til fjölmargra alþjóðlegra verðlauna, þeirra á meðal Norrænu kvikmyndaverðlaunanna árið 2014 og verðlauna á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastián á Spáni, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tókýó og Tallinn Black Nights í Eistlandi.

Tengdar fréttir

Stjórnmál

Fær 6 milljóna kynningarfé frá ríkisstjórninni

Kvikmyndir

„Glettin, hlý og frumleg“

Kvikmyndir

Kona fer í stríð til Cannes

Menningarefni

Benedikt fær leyfi fyrir tökum við Helgafell