Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Einn alvarlega særður í óeirðum í Charlotte

22.09.2016 - 02:18
Police fire teargas as protestors converge on downtown following Tuesday's police shooting of Keith Lamont Scott in Charlotte, N.C., Wednesday, Sept. 21, 2016. Protesters have rushed police in riot gear at a downtown Charlotte hotel and officers have
 Mynd: AP
Einn er alvarlega særður á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir skoti í gærkvöld í mótmælum í Charlotte í Norður Karólínu í Bandaríkjunum. Mótmælt var í borginni annað kvöldið í röð í kjölfar þess að lögregla skaut til bana svartan mann þar á þriðjudag.

Lögregla heldur því fram að maðurinn hafi verið vopnaður byssu, og neitað að láta frá sér vopnið. Fjölskylda mannsins segir aftur á móti að hann hafi setið í bíl sínum og lesið í bók, þar sem hann beið eftir að sonur hans kæmi með skólabílnum. 

Sextán lögreglumenn særðust í óeirðunum í fyrrakvöld. Minningarathafnir voru skipulagðar í borginni í gærkvöld og var lögreglan með töluverðan viðbúnað. Nokkur hundruð manns söfnuðust saman í miðborginni og ögruðu lögreglu, sem skaut táragasi að mótmælendum. Nú hefur einn fallið, að því er virðist eftir að hafa orðið fyrir skoti frá almennum borgara.

Uppfært kl 03:01

Í upphaflegri útgáfu var sagt að einn væri fallinn, en nú hafa borist fréttir að viðkomandi hafi ekki látist, en er illa særður á sjúkrahúsi.

 

Jón Þór Víglundsson
Fréttastofa RÚV