Einkasjúkrahús kostar á við nýjan Landspítala

21.07.2016 - 20:00
Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir / Þórgunnur Oddsdóttir
Einkasjúkrahús, sem fjárfestar ætla að reisa í Mosfellsbæ, verður álíka dýrt nýjum Landspítala. Sjúkrahúsið verður fyrir útlendinga, en Íslendingar geta leitað lækninga þar ef þeir greiða fyrir þær sjálfir.

Frá því fyrir hrun hafa verið fluttar fréttir af áformum um að byggja upp heilbrigðisþjónustu fyrir efnaða útlendinga á Íslandi. Í dag færðust slík áform nær því að verða að raunveruleika þegar bæjarstjórinn í Mosfellsbæ undirritaði samkomulag um að úthluta lóð fyrir einkasjúkrahús og sjúkrahótel fyrir ofan bæinn.

tryggvia's picture
Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi