Eini listinn dregur framboð til baka

Mynd með færslu
 Mynd: Halla Ólafsdóttir - RÚV
H-listi Betri byggðar í Eyja- og Miklaholtshreppi hefur dregið til baka framboð sitt til sveitarstjórnarkosninga í vor. Frá þessu er greint í Skessuhorni. Þar er haft eftir Eggerti Kjartanssyni að þar sem ekki hafi komið fram annað framboð í sveitarfélaginu hafi verið ákveðið að draga framboðið til baka.

Persónukjör verður því í Eyja- og Miklaholtshreppi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Í tilkynningunni segir að listinn hafi fyrst boðið fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. „Vildum við halda því góða verki áfram og buðum því fram lista í kosningunum núna. Þar sem það er mikið af góðu fólki í samfélaginu vorum við að vonast eftir því að það kæmi annar listi fram. Þar sem ekki kom fram annað framboð í sveitarfélaginu fyrir tilskilinn frest hefur listinn tekið þá ákvörðun að draga til baka framboð sitt og þar með verður persónukjör að nýju í Eyja- og Miklaholtshreppi,“ segir í tilkynningunni sem birt var í Skessuhorni

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi