Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Einhverfar stúlkur og konur fá greiningu seint

22.10.2018 - 13:30
Mynd: Autism Enigma / RÚV
Konur á einhverfurófi í samstarfi við Einhverfusamtökin efna til málþings á fimmtudaginn 25.október. Þær vilja vekja athygli á einhverfu hjá stúlkum og konum, vinna gegn fordómum og stuðla að jákvæðum viðhorfum í samfélaginu.

Fólk hefur einhverja hugmynd um hvernig einhverfir eru og  hvernig þeir hegða sér.   Ef stúlka passar ekki við þær hugmyndir þá fær hún síður rétta greiningu og  einhverfar stúlkur sem fá ekki rétta greiningu búa við félagslegt óréttlæti. 

í dag eru fræðimenn sammála um að stúlknaeinhverfa er öðruvísi - en það hefur verið erfitt að sýna fram á það á vísindalegan hátt . Það er ljóst að við þurfum að auka skilning okkar á því hvernig stúlknaeinhverfa er og bent hefur verið á að viss einkenni séu meira áberandi hjá stúlkum en áður hafði verið talið, ef þær eru skoðaðar með tilliti til einhverfurófsraskana.

Stúlkum er sjaldnar en drengjum vísað í greiningu vegna einhverfu, því karlmannlega staðalímyndin um einhverfu er ríkjandi og í flestum rannsóknum eru þátttakendur drengir og viðmið því af augljósum ástæðum karllægari.

Kristín Vilhjálmsdóttir og Þóra Leósdóttir komu í Mannlega þáttinn í dag og sögðu frá nýjustu rannsóknum.

gudrung's picture
Guðrún Gunnarsdóttir
dagskrárgerðarmaður