Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Einar Kristján ráðinn til Húnvatnshrepps

07.08.2014 - 11:24
Mynd með færslu
 Mynd:
Einar Kristján Jónsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Húnavatnshrepps. Einar var valinn úr hópi 16 umsækjenda.

Einar Kristján lauk sveinsprófi í bifvélavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík 1995 og rekstrar- og viðskiptanámi frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2008. Þá hefur hann undanfarin ár stundað nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands samhliða störfum sínum.

Hann var deildarstjóri rekstrarsviðs Vátryggingafélags Íslands 2003-2008 og rekstrarstjóri Hreinsibíla 2008-2010. Þá var hann verkefnastjóri eignaumsjónar og gæðaeftirlits Frumherja 2010-2014.

Hann hefur gegnt fjölda trúnaðar- og félagsstarfa og sat m.a. í íþrótta- og tómstundaráði Kópavogsbæjar og var formaður skipulagsnefndar bæjarins. Þá hefur hann m.a. setið í stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands, Glímusambands Íslands og varastjórn Ungmennafélags Íslands.

Einar Kristján hefur störf hjá Húnavatnshreppi 15. ágúst næstkomandi.