Einar Freyr leiðir lista Traustra innviða

Mynd með færslu
 Mynd: Þórir Níels Kjartansson - Mýrdalshreppur
Einar Freyr Elínarson, ferðaþjónustubóndi, leiðir T-lista Traustra innviða sem býður fram í Mýrdalshreppi í sveitarstjórnarkosningum í vor. Í tilkynningu frá framboðinu segir að það sé frjálst og óháð og skipað áhugafólki um eflingu innviða og samfélags í Mýrdalshreppi.

Meðal áherslumála T-listans eru sókn í skólamálum og að þjónusta sveitarfélagsins sé þess eðlis að Mýrdalshreppur verði áfram heillandi staður fyrir þá sem þar búa og ekki síður fyrir þá sem þar vilji setjast að.

Frambjóðendur T-listans í Mýrdalshreppi eru eftirfarandi:

1. Einar Freyr Elínarson, ferðaþjónustubóndi.
2. Drífa Bjarnadóttir, fiskeldisfræðingur.
3. Ingi Már Björnsson, bóndi.
4. Þorgerður Hlín Gísladóttir, atvinnurekandi.
5. Beata Rutkowska, starfsmaður Mýrdalshrepps.
6. Magnús Örn Sigurjónsson, bóndi.
7. Haukur Pálmason, verkstjóri.
8. Anna Birna Björnsdóttir, leiðbeinandi.
9. Þórir Níels Kjartansson, eftirlaunaþegi.
10. Sigurður Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri.

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi