Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Eina heimildin um risalán

22.02.2013 - 19:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Mynd:  / 
Hrundaginn mánudaginn 6. Október 2008, ákvað Seðlabankinn að veita Kaupþingi lán upp á 500 milljónir evra. Forsendur lánsins hafa aldrei verið upplýstar.

Fjárlaganefnd Alþingis hefur í tæpt ár kannað lánveitinguna en Seðlabankinn féllst ekki á að veita nefndinni aðgang að afriti af viðtali þáverandi forsætisráðherra, Geirs Haarde, við Davíð Oddsson, sem var formaður bankastjórnar. Þetta afrit er eina skriflega heimildin um lánið

Seðlabankinn tapaði á Kaupþingsláninu. Því ákvað fjárlaganefnd í fyrra að kanna tildrög lánsins. Það hefur þó reynst hægara sagt en gert því í Seðlabankanum eru engar formlegar heimildir um lánið. Lánveitingin var ákveðin um hádegisbil hrundaginn 6. október í símtali Geirs Haarde þá forsætisráðherra og Davíðs Oddsonar formanns bankastjórnar Seðlabankans. Hvað þeim fór á milli hefur aldrei verið upplýst. Í bankanum er til afrit símtalsins sem Seðlabankinn vildi hvorki afhenda né sýna fjárlaganefnd. Nefndin ákvað því að bíða ekki frekar en skila skýrslunni nú í vikunni. Á skiladegi tilkynnti Seðlabankinn að nefndarmönnum yrði heimilt að lesa afskrift símtalsins, mættu ekki vitna í hana beint en þó ,,nýta hana með almennum hætti." Skilgreining á nýtingu virðist því látin nefndinni eftir. Samkvæmt heimildum Spegilsins í dag er þó mögulegt að lesturinn, sem átti að bjóða til á mánudaginn, frestist.