Ein stærsta fjárfesting frá hruni

Mynd með færslu
 Mynd:

Ein stærsta fjárfesting frá hruni

11.10.2014 - 15:18
Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri, segir að víkingamyndin hans Vikingr verði að mestu leyti gerð hér á landi og að hún verði ein stærsta fjárfesting frá hruni. Hann hefur alltaf haft mikla trú á því að myndin verði gerð - nýgerður samningur við Universal sé rétta skrefið fram á við.

Universal-kvikmyndaverið keypti framleiðsluréttinn að Vikingr í vikunni - mynd sem leikstjórinn hefur gengið með í maganum í mörg ár. Baltasar segir þennan samning við Universal vera frábært skref.

„Ég vissi að ég þyrfti að koma mér í góða stöðu til að geta gert myndina á þann hátt sem ég vildi gera.“

Leikstjórinn fékk til að mynda einn hæsta styrkinn úr kvikmyndasjóði fyrir tólf árum til að kvikmynda Njálssögu.

„Ég ákvað að skila þessum styrk því mig langaði til að búa til heim eins og fólk hefði aldrei séð hann áður. Og til þess þurfti ég að fara til Hollywood, vinna mér inn traust og fá fjármagn til að gera þetta.“

Baltasar nefnir sem dæmi að vilji hann sýna Alþingi á Þingvöllum eins og hann telji það hafa verið þá þurfi til þess mikla leikmynd sem kosti mikla peninga.  Hann segir að þessi víkingamynd verði að mestu leyti gerð hér á landi - þetta verði því ein stærsta fjárfesting hér á landi frá hruni.

Í viðtalinu ræðir Sunna Valgerðardóttir einnig við leikstjórann um velgengnina í Hollywood og þau forréttindi að geta hafnað stórum verkefnum eins og sjöundu myndinni í Fast & The Furious flokknum.

[email protected] / [email protected]

Tengdar fréttir

Mannlíf

Universal kaupir víkingamynd Baltasars

Mannlíf

Fyrirtæki Baltasars áberandi í Cannes