Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Eigandinn enn ófundinn

22.12.2013 - 10:40
Mynd með færslu
 Mynd:
Eigandi seðlaveskis sem tvær systur fundu í Þórunnarstræti á Akureyri á föstudag hefur ekki enn gefið sig fram. Veskið er alsett skræpóttum myndum og er talsvert af peningum í því að sögn lögreglu. Engin skilríki eru í veskinu eða aðrar vísbendingar um hver eigandi þess er.