Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Eigandi hótelsins grunaður um íkveikju

31.01.2016 - 10:56
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Gísli Einarsson
Eigandi Hótel Ljósalands hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa kveikt í hótelinu. Tilkynnt var um brunann á sjötta tímanum í morgun. Miklar skemmdir urðu á því húsnæði sem hýsir gistiaðstöðu hótelsins og er um þriðjungur þess hruninn. Það sem eftir stendur er illa farið af eldi, reyk og sóti. Engin slys urðu á fólki.

 

Hótel Ljósaland er við sunnanverðan Gilsfjörð. Mynd: Google Maps/RÚV. 

Mynd: Jóhannes Jónsson/RÚV.

Gistiaðstaðan var tekin í notkun nýlega. Þá hefur húsnæði nær þjóðveginum verið breytt úr verslun og bensínstöð, í veitingasölu, sportbar og hótelmóttöku. Gistiherbergi eru fyrir sextán manns á hótelinu. Verið var að gera upp fleiri herbergi í suðurhluta gistibyggingarinnar. Taka átti þau í notkun í vor. 

Slökkviliðsmenn að störfum á ellefta tímanum í morgun. Mynd: Gísli Einarsson/RÚV.

 

Verulegar skemmdir urðu á byggingunni sem hýsir gistiaðstöðuna. Mynd: Gísli Einarsson/RÚV.

Mynd: Gísli Einarsson/RÚV.

 

 

 

 

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV