Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

„Ég vona að þið séuð vel klædd“

Mynd:  / 
Veðurguðirnir fóru heldur óblíðum höndum um fundargesti við setningu fullveldishátíðar fyrir framan Stjórnarráðið sem hófst klukkan 13 í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti hátíðarhöldin og minnti á það í ræðu sinni að fullveldið hefði ekki komið af sjálfu sér.

„Mörg voru þau sem áttu þennan draum um frjálst og fullvalda ríki. Mörg voru þau sem lögðu hönd á plóg til að ná þessu markmiði sem oft og tíðum hefur vafalaust virst fjarlægt," sagði Katrín í ræðu sinni. „Við náðum því fram að fá einhverju ráðið um eigin örlög og það skiptir okkur máli, jafnvel þó að við séum ekki öll sammála um hvert eigi að stefna. Jafnvel þó að ekki séu allar ákvarðanir farsælar.“ Forsætisráðherra minnti auk þess á að Íslendingar þurfi sjálfir að bera ábyrgð á eigin örlögum, bæði sem einstaklngar og sem samfélag.

Mynd með færslu
 Mynd:
Forsetahjónin og Margrét Danadrottning skýldu sér fyrir kuldanum með ullarteppum, við Stjórnarráðið fyrr í dag

Margrét II. Danadrottning og íslensku forsetahjónin voru viðstödd setninguna auk Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.

Hlýða má á ræðu Katrínar í spilaranum hér að ofan.

joninage's picture
Nína Richter
vefritstjórn