Leikritið var fyrst sett upp á Íslandi árið 2000 og þá voru um 160 sýningar. Það fór svo aftur á fjalirnar 2012 en þá fóru Stefán Karl og Hilmir Snær hringinn í kringum landið með sýninguna sem þeir hafa nú sett upp oftar en 200 sinnum. Leikritið gerist á Írlandi þar sem stór Hollywood kvikmynd er tekin upp í litlu írsku þorpi með öllu því raski sem fylgir, hvernig samfélagið nánast fer á hliðina þegar heimamenn og kvikmyndastjörnur fara að vinna saman. „Bara dálítið eins og þegar Game of Thrones gengið kemur til Íslands í tökur,“ segir Stefán Karl.