Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

„Ég hef ekki einu sinni læk!“

Mynd:  / 

„Ég hef ekki einu sinni læk!“

05.01.2019 - 10:12

Höfundar

„Ríkið er að mestu leyti óþarft,“ segir Tryggvi Hansen sem býr í tjaldi í skógarrjóðri skammt utan við ys og þys Reykjavíkur. Tryggvi er einn af viðmælendum í fyrsta þætti þriðju seríu Paradísarheimtar sem hefur göngu sína á sunnudagskvöld.

Tryggvi vill að við snúum við, hverfum aftur til fyrra skipulags, aftur til þeirra daga þegar allir höfðu jafnan aðgang að valdinu og lifðu í sátt og samlyndi, eins og hann segir við Jón Ársæl. Hann kveðst hafa búið í mörgum húsum og blokkum en hafi svo átta sig á að það sé manninum eðlilegt að vera í sambúð með náttúrunni. „Við erum í þrælalífi! Núna í 4000 ár. Hertekið fólk, sett í klefa.“ Hann harmar tengslaleysi nútímans og það hvernig gamalt fólk sé sett í klefa. „Á hraðferð inn í dauðann úr leiðindum. Núna er það líka þannig þegar þú ert 12 ára ertu með ógeð á öllu. Þetta er bara sigling fram af bjarginu.“ Hann viðurkennir þó að það kunni ekki að vera allt of heilsusamlegt að búa við þær aðstæður sem hann gerir. „Ég hef ekki einu sinni læk!“

Mynd með færslu
 Mynd:
Heimili Tryggva.

Hægt er að sjá brot úr viðtalinu við Tryggva Hansen í spilaranum hér að ofan. Fyrsti þáttur þriðju seríu Paradísarheimtar er á dagskrá RÚV sunnudagskvöldið klukkan 20:35.

Tengdar fréttir

Mannlíf

„Þegar ég geri þetta fannst mér engin leið út“

Heilbrigðismál

„Þetta skyldi enginn fá að vita“

Heilbrigðismál

„Hef alltaf verið heillaður af geðsjúkdómum“

Tónlist

Högni lagðist í bókagrúsk fyrir Paradísarheimt