Grín-túr Kathy ber heitið Laugh your Head off, byrjaði nýlega í Ástralíu og hefur þegar fengið frábæra dóma gagnrýnenda. „Þið getið búist við að sjá eitthvað sem þið getið ekki séð hjá öðrum grínista. Ég er grín-flóttamaður frá Bandaríkjunum þessa stundina. Ég hef áhugaverðar sögur af hinum óvart-kjörna-forseta. Hann hefði auðvitað aldrei átt að ná kjöri, því hann svindlaði með hjálp Rússa,“ útskýrir Kathy.
Trump og Griffin takast á
Það liggur fyrir að hún er ekki í náðinni hjá Trump og stuðningsmönnum hans eftir að hún birti mynd af sér með afskorið höfuð Trump fyrr á árinu (það var reyndar hrekkjavökugríma) og blóð út um allt, í gríni. Í kjölfarið hefur hún sætt rannsókn FBI og fékk um tíma ekki að fljúga frá Bandaríkjunum. „Núna erum við með þennan fávita í forsetaskrifstofunni og ég tók mynd, sem er kannski ósmekkleg, en ekki ólögleg. Við erum enn með það sem er kallað mál- og tjáningarfrelsi. En hann kaus að nota vald sitt sem forseti og höndla þetta mál svona.“