Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

„Ég drep ekki dýr“

Mynd:  / 

„Ég drep ekki dýr“

26.12.2018 - 10:30

Höfundar

„Ég elska að elda rjúpur,“ segir Baltasar Kormákur sem segist hafa lært uppskriftina og tæknina hjá móður sinni.

Hann veiðir hins vegar ekki sjálfur í matinn. „Nei. Ég drep ekki dýr. Það er ekki í mér,“ segir Baltasar í viðtali við Hrafnhildi Halldórsdóttur. „Eins og fólk heldur að ég sé mikð alpha-male, og ég er það kannski að ákveðnu leiti, en það er bara svona. Ég hef farið einu sinni eða tvisvar í veiði og það gerði ekkert fyrir mig.“ Honum finnst hins vegar villibráðin mjög góð á bragðið. „Ég er ekkert að dæma þá sem gera þetta, en þetta er ekki fyrir mig. Ég hef enga þörf fyrir þetta.“

Baltasar ræddi bíómyndir í bígerð, eftirvinnslu við aðra þáttaröð Ófærðar, uppbyggingu kvikmyndavers Reykjavík Studios í Gufunesi, jólasiði og margt fleira í morgunþætti Hrafnhildar Halldórs. Hlustið á viðtalið í heild sinni í spilaranum fyrir ofan. Önnur þáttaröð Ófærðar hefst í kvöld á RÚV.

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Vildi segja eitthvað sem skiptir máli

Sjónvarp

„Pabbi leikstýrði mér í kynlífssenu“

Þriðja sería á Ófærð nú þegar í vinnslu

Menningarefni

Baltasar í viðræðum við MGM um nýja mynd