Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Eftirlýstur mafíósi fannst í Króatíu

02.01.2019 - 15:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Króatíska lögreglan er með 72 ára ítalskan karlmann í haldi, sem er eftirlýstur í heimalandinu fyrir eiturlyfjaviðskipti. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu í Zagreb segir að hann hafi verið tekinn höndum á gamlársdag. Hann sé félagi í skipulögðum glæpasamtökum og eigi óafplánaðan tíu ára fangelsisdóm á Ítalíu fyrir að smygla heróíni og kókaíni.

Að sögn króatísku ríkisfréttastofunnar HRT er maðurinn fyrrverandi félagi í Mala del Brenta mafíunni í Feneyjum. Hann hefur verið búsettur í Zagreb í meira en áratug.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV