Króatíska lögreglan er með 72 ára ítalskan karlmann í haldi, sem er eftirlýstur í heimalandinu fyrir eiturlyfjaviðskipti. Í tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu í Zagreb segir að hann hafi verið tekinn höndum á gamlársdag. Hann sé félagi í skipulögðum glæpasamtökum og eigi óafplánaðan tíu ára fangelsisdóm á Ítalíu fyrir að smygla heróíni og kókaíni.