Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Eftirliti með innflutningi ábótavant

29.09.2017 - 09:38
ostur í borði í matvörubúð.
 Mynd: Tracy Olson - Freeimages
Ísland þarf að bæta eftirlit með innflutningi afurða úr dýraríkinu og lifandi lagardýra. Þetta er niðurstaða skýrslu Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, í framhaldi af eftirlitsferð hingað í júní.

Meðal annars er greiningu á því hvaða sendingar þarf að skoða sérstaklega áfátt og það sama á við um skoðun á gögnum og vottorðum að því er segir í fréttatilkynningu ESA, sem birt var á vef stofnunarinnar í morgun. ESA hefur áður bent á að þessi atriði krefjist úrbóta en Ísland hefur ekki sinnt þeim að öllu leyti. Jafnframt er bent á að nokkrar úbætur hafi verið gerðar á öðrum atriðum í kjölfar fyrri eftirlitsferða ESA. 

Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun, MAST, lúta athugasemdir ESA einkum að skráningu og ferlum. Matvælastofnun hafi þegar gert úrbótaáætlun sem byrjað er að vinna eftir. Landamærastöðvar eru sjö hér á landi, allar við hafnir nema ein sem er á Keflavíkurflugvelli. 

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV