Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Efnahagsleg óvissa í Slóveníu

11.12.2013 - 09:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Í vikunni kemur í ljós hvort stjórnvöld í Slóveníu hafi nægilegt fé til að bjarga bönkum landsins eða hvort þau þurfi að leita utanaðkomandi aðstoðar til þess.

Stjórnvöld hafa til reiðu 4,7 milljara evra, jafnvirði um 760 milljarða króna, en fjölmiðlar í Slóveníu telja að það þurfi á bilinu 4-5 milljarða evra til að bjarga bönkunum.

Fréttastofan AFP hefur eftir Davorin Kracun, prófessor í hagfræði við Maribor-háskóla, að ekki sé nóg að treysta stöðu bankanna, ryðja verði úr vegi ýmsum hindrunum sem torveldi árangur í efnahagsmálum, meðal annars vegna skuldabyrði fyrirtækja og skorts á erlendum fjárfestingum.

Alenka Bratusek, forsætisráðherra Slóveníu, hefur á undanförnum vikum heimsótt nokkur Evrópuríki í leit að kaupendum á 15 ríkisfyrirtækjum sem til stendur að einkavæða.