Efna til mótmæla á Austurvelli

30.11.2018 - 00:01
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Um 600 manns hafa boðað komu sína og ríflega þúsund til viðbótar lýst yfir áhuga á að mæta á mótmæli sem boðað er til á facebook undir yfirskriftinni „Klausturs-þingmenn til ábyrgðar. Mótmælum ósiðlegu framferði!"

Er þar vísað til frétta undanfarinn sólarhring af niðrandi ummælum um fjölda einstaklinga sem sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla í samræðum á barnum Klaustri.

Í Facebook-viðburði sem stofnaður hefur verið kemur fram að mótmælin eiga að fara fram 1. desember á Austurvelli.